STJÓRNARFUNDUR 19 FEBRÚAR 2008 KL 1200 – ÞRÓUNARSETRINU Á








Fundur í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga þann 13

STJÓRNARFUNDUR 19 FEBRÚAR 2008 KL 1200 – ÞRÓUNARSETRINU Á


Stjórnarfundur 19. febrúar 2008, kl 12.00 – Þróunarsetrinu á Ísafirði


Dagskrá

A. Málefni skrifstofu og stjórnar Fjórðungssambandsins

  1. Fundargerð stjórnarfundar 22. janúar 2008.

  2. Undirbúningur Málþings um stóriðnað á Vestfjörðum

    1. Dagskrá

    2. Framkvæmd og fjárhagsmál

  3. Starfshópar Fjórðungssambands


  1. Undirbúningur Fjórðungsþings


  1. Húsnæðismál

B. Önnur mál

  1. Bréf til Fjórðungssambands Vestfirðinga

      1. Landsnet. 8. janúar 2008. Úttekt á flutningskerfi Vestfjarða, áfangaskýrsla.

      2. Samband íslenskra sveitarfélaga. 5. febrúar 2008. Stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í málefnum innflytjenda.

      3. Samgönguráðuneytið. 5. febrúar 2008. Staðfesting á móttöku gagna frá Fjórðungsþingi.

      4. Súðavíkurhreppur. 11. febrúar 2008. Seta í undirbúningsnefnd fyrir svæðisskipulag og framtíðarsýn fyrir Vestfirði.

      5. Samgönguráðuneytið. 12. febrúar 2008. Endurskoðuð rekstrar- og greiðsluáætlun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.


  1. Bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga

      1. Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis. 12. febrúar 2008. Umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, veiðar í atvinnuskyni.

      2. Fréttatilkynning vegna forgangsröðunar í samgöngumálum á Vestfjörðum. 15. febrúar 2008.


C. Mál frá Alþingi

  1. Samgöngunefnd Alþingis. 17. janúar 2008. Ósk eftir umsögn um frumvarp til laga um samgönguáætlun.

  2. Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis. 24. janúar 2008. Ósk eftir umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða.

  3. Efnahags- og skattanefnd Alþingis. 13. febrúar 2008. Ósk eftir umsögn um frumvarp til laga um tekjuskatt.




Stjórnarfundur 19. febrúar 2008, kl 12.00 – Þróunarsetrinu á Ísafirði


Haldinn í fundarsal Þróunarseturs á Ísafirði og með aðstoð síma frá Reykhólum og Reykjavík. Mætt til fundar voru Anna Guðrún Edvardsdóttir formaður, Ingi Þór Ágústsson og Sigurður Pétursson. Egill Sigurgeirsson og Jón Hákon Ágústsson voru í síma. Einnig sátu fundinn Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir verkefnastjóri.

Albertína Friðbjörg ritaði fundargerð.


Dagskrá

A. Málefni skrifstofu og stjórnar Fjórðungssambandsins

  1. Fundargerð stjórnarfundar 22. janúar 2008.
    - Samþykkt samhljóða.

  2. Undirbúningur Málþings um stóriðnað á Vestfjörðum

    1. Dagskrá
      Lögð fram til kynningar endanleg dagskrá málþingsins sem haldið verður á Bíldudal 23. febrúar og á Ísafirði 24. febrúar. Aðalsteinn fór yfir helstu dagskráratriði málþingsins.

    2. Framkvæmd og fjárhagsmál
      Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir málþingið og munnlegt yfirlit yfir ýmis framkvæmdaatriði.
      Stjórnin samþykkir framlagða fjárhagsáætlun og kostnað að allt að kr. 1.700.000,-.

  3. Starfshópar Fjórðungssambands
    Farið yfir stöðu og vinnu starfshópa á vegum Fjórðungssambandsins.


  1. Undirbúningur Fjórðungsþings
    Lagður fram tölvupóstur frá Óskari Steingrímssyni, sveitarstjóra í Reykhólahrepp, dags. 15. febrúar s.l., þar sem greint er frá samþykkt hreppsnefndar Reykhólahrepps um að Reykhólahreppur sé tilbúinn til að hýsa 53. Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið verður í september n.k..
    Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga samþykkir að fela framkvæmdastjóra að hefja undirbúning Fjórðungsþings og senda upplýsingar um dagsetningar og staðsetningu til boðsgesta þingsins.

  2. Húsnæðismál skrifstofu Fjórðungssambandsins
    Staða mála vegna húsnæðismála skrifstofu Fjórðungssambandsins kynnt fyrir stjórnarmönnum.

B. Önnur mál

  1. Bréf til Fjórðungssambands Vestfirðinga

      1. Landsnet. 8. janúar 2008. Úttekt á flutningskerfi Vestfjarða, áfangaskýrsla.
        - Lögð fram áfangaskýrsla frá Landsneti um raforkuflutningskerfi Vestfjarða. Stjórn Fjórðungssambandsins samþykkir að fela framkvæmdastjóra að óska eftir fundi með fulltrúum Orkubús Vestfjarða, Landsneti og Iðnaðarráðuneyti vegna þessarar áfangaskýrslu. Jafnframt að skoðað verði að svona mál verði tekið upp á einhverjum sameiginlegum vettvangi landshlutans, s.s. á Fjórðungsþingi.

      2. Samband íslenskra sveitarfélaga. 5. febrúar 2008. Stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í málefnum innflytjenda.
        - Samþykkt að fela framkvæmdastjóra og formanni að svara könnuninni.

      3. Samgönguráðuneytið. 5. febrúar 2008. Staðfesting á móttöku gagna frá Fjórðungsþingi.
        - Lagt fram til kynningar.

      4. Súðavíkurhreppur. 11. febrúar 2008. Seta í undirbúningsnefnd fyrir svæðisskipulag og framtíðarsýn fyrir Vestfirði.
        - Lagt fram til kynningar.

      5. Samgönguráðuneytið. 12. febrúar 2008. Endurskoðuð rekstrar- og greiðsluáætlun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
        - Lagt fram til kynningar.


  1. Bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga

      1. Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis. 12. febrúar 2008. Umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, veiðar í atvinnuskyni.
        - Lagt fram til kynningar.

      2. Fréttatilkynning vegna forgangsröðunar í samgöngumálum á Vestfjörðum. 15. febrúar 2008.
        - Lagt fram til kynningar.



C. Mál frá Alþingi

  1. Samgöngunefnd Alþingis. 17. janúar 2008. Ósk eftir umsögn um frumvarp til laga um samgönguáætlun.
    - Lagt fram til kynningar.

  2. Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis. 24. janúar 2008. Ósk eftir umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða.
    - Lagt fram til kynningar. Umsögn hefur nú þegar verið send.

  3. Efnahags- og skattanefnd Alþingis. 13. febrúar 2008. Ósk eftir umsögn um frumvarp til laga um tekjuskatt.
    - Lagt fram til kynningar.


Fjórðungssamband Vestfirðinga, Árnagötu 2-4, 400 Ísafirði

Sími 450 3000. Bréfsími 450 3005.
Netfang [email protected]. Heimasíða www.fjordungssamband.is





Tags: febrúar 2008,, 13. febrúar, febrúar, stjórnarfundur, þróunarsetrinu